
Hér á ferðinni eru tvær dúndurgóðar vefjur sem taka mjög skamman tíma að útbúa!

Suðræna vefjan er hinn fullkomni sumarkvöldverður og svo er hin meira á léttu nótunum. Pikknikk vefjan er góð í nestisboxið, fjallgönguna eða sem hádegisverður að mínu mati á meðan suðræna vefjan er matarmeiri.
Suðræn vefja uppskrift
- 6 stk (1 pk) Mission Wraps vefjur með grillrönd
- 900 g kjúklingabringur (3-4 stk) t.d Rose Poultry
- 8-10 msk Sweet BBQ sósa frá Heinz
- 1/3 ferskur ananas
- ½ mangó
- Íssalat
- Rauðlaukur
- Vorlaukur
- Kóríander
- Rifinn ostur
- Salt, pipar, ólífuolía
- Skerið grænmeti og ávexti í litla bita, rífið ost og leggið til hliðar.
- Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Þegar bitarnir eru steiktir í gegn er pannan tekin af hellunni og BBQ sósunni hrært saman við.
- Gerið vefjurnar tilbúnar og setjið vel af kjúklingablöndu, rifnum osti og grænmeti og ávöxtum á hverja köku og vefjið upp.

Þessar voru brjálæðislega góðar og voru ekki lengi að tæmast úr körfunni!

Pikknikk vefja uppskrift
- 5 stk Mission Wraps vefjur með Quinoa og Chia
- 10 skinkusneiðar
- Ostsneiðar eftir smekk
- 4 tómatar skornir í sneiðar
- Íssalat
- Rjómaosta-sinnepssósa (sjá uppskrift að neðan)
Rjómaosta-sinnepssósa
- 200 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
- 2 msk mjólk
- ½ tsk salt
- ½ tsk pipar
- 1 msk Sweet Yellow mustard frá Heinz
- Smyrjið vel af rjómaosta-sinnepssósu á hverja vefju.
- Raðið álegginu á vefjurnar og rúllið þétt upp.
- Skerið aðeins af endunum beggja megin og skiptið hverri vefju síðan í fjóra bita.
- Festið hvern og einn bita saman með tannstöngli eða öðru slíku.
- Fullkomið í lautarferðina, nestisboxið eða hvað sem er.

Mission Wraps vefjurnar eru mjög mjúkar og óþarfi að hita þær (nema þess sé óskað) áður en góðgæti er raðað á þær.

Verði ykkur að góðu!
Minni á INSTAGRAM hjá Gotterí og gersemar, endilega fylgið mér líka þar.