Avókadó Hummus og hrökkbrauð



⌑ Samstarf ⌑
Fræhrökkbrauð heima

Það elska allir heimabakað fræhrökkbrauð! Það hreinlega biður mann að borða sig og er svo gott á meðan það er nýtt og krönsí, hvort sem það er eitt og sér eða með góðu áleggi eða ídýfu.

Einfalt hrökkbrauð uppskrift

Hummus passar einstaklega vel með fræhrökkbrauði og hér var ég að prófa útfærslu með avókadó sem er algjört dúndur, mæli með að þið prófið!

Hummus uppskrift

Í fyrra þróaði ég með Til hamingju, blöndu af fræjum til að setja í poka og útkoman varð þessi „Hrökkbrauðsblanda“. Í pokanum er allt klárt og engin þörf á að kaupa og vigta alls kyns fræ. Það þarf bara að bæta við vatni og salti/kryddum og BOOM, inn í ofn.

Hummus og hrökkbrauð

Avókadó hummus og hrökkbrauð

  • 1 poki Til hamingju hrökkbrauðsblanda
  • 230 g kjúklingabaunir (úr krukku/dós)
  • 1 þroskað avókadó (2 ef þið notið úr neti)
  • 1 msk. Tahini
  • ½ lime – safinn
  • 1 pressað hvítlauksrif
  • 3 msk. ólífuolía
  • ½ tsk. salt
  1. Bakið hrökkbrauðið samkvæmt leiðbeiningum á poka.
  2. Setjið öll önnur hráefni í matvinnsluvél/blandara og blandið þar til þykkt mauk hefur myndast.
  3. Ef þið notið blandara (eins og ég gerði) þá gætuð þið þurft að skafa niður nokkrum sinnum og „púlsa“.
  4. Setjið í fallega skál og toppið með smá olíu, chilidufti og kóríander ef þið óskið þess.
  5. Njótið með heimabökuðu hrökkbrauðinu.
Hrökkbrauð með hummus

Yngsta dúllan mín var heima með mér í dag lasin og hún var að leika sér með Barbie allt í kringum mig og spyr síðan „mamma, má ég setja hendina hjá þér“, þá var hún að meina hvort ég væri til í að mynda hana því það finnst henni mjög spennandi, litla krúttið. Hún er oftar en ekki liggjandi þarna allt í kringum mig, stelandi mat úr uppstillingunni, potandi í matinn og annað hressandi, það er því oft ágætis saga á bakvið hverja mynd sem hingað ratar get ég sagt ykkur.

Heimabakað hrökkbrauð

Hér getið þið séð hversu einfalt þetta er á myndbandi frá INSTAGRAM.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun