Orkuboost



⌑ Samstarf ⌑
Hollur boost
Ég ætla alveg að viðurkenna að ég hef ekkert spáð í mataræðinu í sumarfríinu né markvissri hreyfingu. Ég finn að sama skapi að ég þarf að fara að koma mér í gang og líkaminn hefur kallað á meiri hollustu en venjulega undanfarna daga. Ég elska boost og finnst það hinn fullkomni morgunverður eða hádegisverður með einhverjum auka bita eins og hrökkbrauði eða álíka.
Boost uppskriftir

Orkuboost

  • 1 lúka Til hamingju tröllahafrar
  • 1 lúka Til hamingju kókosflögur
  • 1 msk. Til hamingju chia fræ
  • 1 banani
  • 2 lúkur frosin hindber
  • 250 g vanilluskyr
  • 300 ml vanillumjólk
  • 1 lúka klakar
  1. Allt sett í blandara og blandað vel. Uppskrift dugar í 3 lítil glös eða 2 stór.
Boost með haframjöli og chia fræjum

Ég geri alltaf boost í nokkur glös og set afganginn í ísskápinn því á stóru heimili er hann opnaður ansi oft yfir daginn og því get ég lofað að aukaglösin klárast alltaf!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun