

Orkuboost
- 1 lúka Til hamingju tröllahafrar
- 1 lúka Til hamingju kókosflögur
- 1 msk. Til hamingju chia fræ
- 1 banani
- 2 lúkur frosin hindber
- 250 g vanilluskyr
- 300 ml vanillumjólk
- 1 lúka klakar
- Allt sett í blandara og blandað vel. Uppskrift dugar í 3 lítil glös eða 2 stór.

Ég geri alltaf boost í nokkur glös og set afganginn í ísskápinn því á stóru heimili er hann opnaður ansi oft yfir daginn og því get ég lofað að aukaglösin klárast alltaf!