Lúxus hafragrautur



⌑ Samstarf ⌑
Hafragrautur yfir nótt

Það er ofureinfalt að útbúa kaldan hafragraut til að hafa með sér inn í næsta dag, hvort sem það er í morgunverð, millimál eða hádegisverð.

Hafragrautur í nesti

Það tekur örskamma stund að hræra fáum hráefnum saman í krukku, setja lokið á og toppa síðan með einhverju gómsætu næsta dag.

Kaldur hafragrautur með haframjólk uppskrift

Kaldur hafragrautur

Uppskrift dugar í eina krukku

Hafragrautur yfir nótt

  • 40 g Til hamingju tröllahafrar
  • 1 msk. Til hamingju chiafræ
  • 120 ml haframjólk
  • 50 g lífræn hrein jógúrt
  • 1 tsk. BioToday hunang

Toppur á hafragraut

  • Bláber
  • Til hamingju granóla
  • 1 tsk. BioToday möndlusmjör
  1. Setjið allt í krukkuna, hrærið saman, setjið lok/plast yfir og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt. Toppið með granóla, bláberjum og möndlusmjöri.
Trollahafrar frá Til hamingju í hafragrautinn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun