
Hér kemur Frozé kokteill með skemmtilegri útfærslu fyrir þá sem elska lakkrís og jarðarber í bland!

Þessi drykkur er einstaklega sumarlegur og svalandi…..og sáraeinfalt að útbúa!

Frozé
Uppskrift dugar í 2 glös
- 150 ml Muga rósavín
- 350 g klakar
- 100 g jarðarber
- Smá sýróp
- Mulinn Tyrkisk Peber brjóstsykur
- Dýfið glasbrúninni í sýróp og því næst í mulinn brjóstsykur.
- Setjið rósavín, klaka og jarðarber í blandarann og blandið þar til krap myndast.
- Skiptið niður í glösin og njótið.

Mæli með því að þið prófið þennan sumarlega drykk á komandi sólardögum!

Lakkrís og jarðarber eru einstaklega góð blanda.
