Smjördeigssnúðar⌑ Samstarf ⌑
Skinkusnúðar

Hér eru á ferðinni undur ljúffengir smjördeigssnúðar með skinku og osti. Þetta var sko alvöru djúsí bakkelsi og er sniðugt hvort sem heldur með kaffinu eða í nesti í ferðalagið eða gönguna.

Smjördeigssnúðar

Smjördeigssnúðar

Um 15 stykki

 • Tilbúið smjördeig (5 plötur/430 g)
 • 300 g skinkukurl
 • 60 g rifinn cheddar ostur
 • 60 g rifinn mozzarella ostur
 • 90 g Hellmann‘s majónes
 • 1 msk. hunangs Dijon sinnep
 • ½ tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • 20 g brætt smjör
 • Birkifræ
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Affrystið smjördeigið og raðið plötunum þétt upp við hvor aðra og klemmið hliðarnar á plötunum saman eins og þið getið. Gott að setja smá vatn á fingurna til að deigið festist betur saman.
 3. Setjið annan bökunarpappír yfir og snúið deiginu við, klemmið nú saman á hinni hliðinni með sama hætti.
 4. Næst má hræra saman majónesi, sinnepi, salti og pipar og smyrja yfir deigið.
 5. Stráið síðan skinku og osti jafnt yfir allt og rúllið upp í lengju.
 6. Skerið niður í um 2 cm þykka snúða, raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og klemmið endann við eins og þið getið svo hann muni ekki standa út í loftið þegar búið er að baka snúðana, hér er líka gott að setja smá vatn á fingurna.
 7. Penslið með bræddu smjöri og bakið í um 22 mínútur eða þar til snúðarnir eru farnir að gyllast á köntunum.
Skinkusnúðar með Hellmann's majónesi

Mmmmm þessir eru svo góðir að þið verðið að prófa!

Skinkusnúðar með smjördeigi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun