Júróvision ostabakkinn⌑ Samstarf ⌑
Salamirós á ostabakkann

Ostabakkar eru alltaf vinsælir, sérstaklega yfir stigagjöfinni á Júróvision! Ég útbjó þennan ostabakka á dögunum fyrir Fréttablaðið og þessi bakaði ostur með jarðarberjum og myntu er undursamlegur!

Bakaður ostur með jarðarberjum og myntu

Mmmmm, algjörlega 10 í einkunn fyrir þennan ost!

Eurovision snarl fyrir kvöldið

Ég var að prófa að gera salami-rós í fyrsta skipti og það er skemmtileg leið til þess að bjóða upp á slíkt góðgæti.

Snarl fyrir Júróvisionkvöldið

Það er bara eitthvað við bakaða osta sem enginn fær staðist! Ég held ég gæti fundið endalausar útfærslur af slíkum!

Salamirós á ostabakkann

Júróvision ostabakkinn 2022

Bakaður ostur með jarðarberjum og myntu

 • 1 x Brie ostur
 • 200 g jarðarber (skorin í teninga)
 • 1 msk. púðursykur
 • 1 msk. balsamik glaze
 • 2 msk. hunang
 • 1 lúka saxaðar kasjúhnetur
 • Nokkur myntulauf (söxuð)
 1. Hitið ofninn í 180°C og setjið ostinn í eldfast mót.
 2. Bakið hann í um 10 mínútur og útbúið jarðarberjatoppinn á meðan.
 3. Hitið saman púðursykur, balsamik glaze og hunang þar til sykurinn er bráðinn.
 4. Takið af hellunni og hrærið jarðarberjunum varlega saman við.
 5. Hellið yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og toppið með söxuðum kasjúhnetum og vel af myntu!

Annað á ostabakka

 • Salamirós (ég notaði ítalska salami með kryddkanti, um 10 sneiðar)
 • Grissini stangir vafðar í hráskinku
 • Chili sulta
 • Grettir ostur
 • Möndlur
 • Döðlur
 • Súkkulaðihjúpaðar hnetur og ávextir
 • Jarðarber
 • Ostateningar (Gouda sterkur)
 • Ritz kex/annað kex
Muga rósavín með ostabakkanum

Með hækkandi sól passar einstaklega vel að bjóða upp á rósavín með ostunum, það er klárlega hin fullkomna tvenna!

Rósavín með ostunum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun