Hafrastykki með súkkulaði



⌑ Samstarf ⌑
Skólanesti og hafrakaka

Hafrasmákökur eru eitt það allra besta! Ég hef gert ótal útfærslur af slíkum og hér kemur ein dásamleg með súkkulaði sem ég færði úr köku yfir í stykki.

súkkulaði hafraklattar

Þegar við fórum norður í afmæli hjá mági mínum um daginn keypti ég mér hafrastykki með súkkulaði á N1 á Blönduósi. Það gaf mér hugmyndina að þessari færslu og nú er hún komin hingað inn fyrir ykkur að elska!

hafrakökur með súkkulaði

Hafrastykki með súkkulaði

16 stykki

  • 120 g brætt smjör
  • 80 g sykur
  • 70 g púðursykur
  • 1 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 100 g Til hamingju tröllahafrar
  • 150 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 100 g súkkulaðidropar
  1. Hitið ofninn í 175°C og klæðið ferkantað kökuform (20 x 20 cm) að innan með bökunarpappír og spreyið með matarolíuspreyi.
  2. Hrærið smjör og báðar tegundir af sykri saman.
  3. Bætið eggi og vanilludropum saman við og blandið saman.
  4. Setjið næst tröllahafra, hveiti, matarsóda og salt í skálina og hrærið stutta stund.
  5. Skafið niður með sleikju og blandið að lokum súkkulaðidropunum saman við með sleikjunni.
  6. Hellið blöndunni í formið og sléttið úr.
  7. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
  8. Kælið og skerið síðan í bita.
Til hamingju tröllahafrar

Þessi uppskrift birtist síðustu helgi í Fréttablaðinu en þar var ég með fleiri nestishugmyndir fyrir haustið.

nestishugmyndir og millimál

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun