Hvítsúkkulaðimús með lakkrískeim⌑ Samstarf ⌑
súkkulaðimús með hvítu súkkulaði

Hvítt súkkulaði, lemon curd og lakkrís er himnesk samsetning og skemmtilega öðruvísi!

hvítt súkkulaði í súkkulaðmús

Eins mikið og ég elska súkkulaðimús þá smakkaði ég salmiak Pandakúlur og bragðlaukarnir kölluðu á þessa blöndu svo ég ákvað að láta á það reyna. Ég henti reyndar fyrstu tveimur tilraununum því það þýðir ekkert að vera að flýta sér (eins og ég oft) ef maður vill ná hvítsúkkulaðimús sléttri og kekkjalausri! Mikilvægast er að leyfa súkkulaðinu að kólna eins vel niður og hægt er áður en þið byrjið að vefja rjómanum saman við. Einnig er mjög mikilvægt að setja aðeins hluta af rjómanum saman við fyrst og vefja vel með sleikju, síðan bæta restinni saman við.

hvítsúkkulaðimús með lemon curd og lakkrís

Hvítsúkkulaðimús með lakkrískeim

Uppskrift dugar í 6-8 glös

 • 270 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
 • 450 g rjómi
 • 1 vanillustöng (fræin)
 • 3 stífþeyttar eggjahvítur
 • 1 poki Pandakúlur með salmiakbragði + meira til skrauts
 • Lemoncurd
 1. Bræðið súkkulaðidropana í örbylgjuofni/yfir vatnsbaði við vægan hita, hrærið reglulega í inn á milli og leyfið súkkulaðinu síðan að ná stofuhita.
 2. Saxið á meðan einn poka af Pandakúlum smátt, geymið smá til að skreyta með.
 3. Léttþeytið rjómann með fræjunum úr vanillustönginni.
 4. Setjið nokkrar matskeiðar af rjóma saman við brædda súkkulaðið og vefjið saman með sleikju.
 5. Bætið síðan restinni af rjómanum saman við og vefjið áfram.
 6. Að lokum má vefja stífþeyttum eggjahvítum og pandakúlum saman við.
 7. Skiptið niður í falleg glös/skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir.
 8. Setjið síðan kúfaða teskeið af lemoncurd yfir hverja súkkulaðimús og toppið með söxuðum pandakúlum og einni heilli kúlu líka.
pandalakkrís með salmiak

Mmmm þetta er nokkrum númerum of gott!

hvítsúkkulaðimús

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun