Pandagott⌑ Samstarf ⌑
döðlubitar í veisluna

Það er aldrei til of mikið af tegundum af döðlugotti, það er bara þannig! Þetta eru molar sem allir elska, það er líka bara þannig! Smá berjakeimur í bland við karamellu og lakkrís í þessari útfærslu er síðan eitthvað annað gott, það er sannarlega líka bara þannig!

döðlugott uppskrift

Mæli með að þið prófið þessa útfærslu næst þegar þið gerið döðlugott. Það er alltaf tími fyrir mola! Ég geri svona bita nánast fyrir hverja veislu og ef það er ekki veisla framundan finnst mér gott að setja hluta í box í ísskápinn og restina í vel þétt box í frystinn. Þá er auðvelt að sækja nokkra mola jafnóðum og njóta þeirra.

döðlunammi

Döðlugott með Pandakúlum

50-60 bitar

 • 220 g smjör
 • 450 g saxaðar döðlur
 • 120 g púðursykur
 • 120 g Pandakúlur með saltkaramellubragði
 • 120 g Pandakúlur með jarðarberjabragði
 • 100 g Kellogg‘s Rice Krispies
 • 300 g Síríus súkkulaðidropar (dökkir)
 • 80 g Síríus súkkulaðidropar (hvítir)
 1. Setjið bökunarpappír í kökumót/fat sem er um 20 x 30 cm að stærð.
 2. Bræðið smjörið í stórum potti við meðalháan hita.
 3. Þegar það er bráðið má bæta döðlum og púðursykri saman við og leyfa að malla við meðalhita í um 15 mínútur eða þar til döðlurnar hafa bráðnað og blandan minnir á þykka karamellu. Hrærið mjög reglulega í allan tímann.
 4. Saxið á meðan Pandakúlur (báðar tegundir) niður og bætið þeim ásamt Rice Krispies í pottinn og blandið vel.
 5. Setjið blönduna í formið og þjappið og jafnið vel, geymið í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
 6. Bræðið dökka dropa í einni skál og hvíta í annarri, smyrjið fyrst dökka súkkulaðinu jafnt yfir döðlublönduna og skvettið síðan því hvíta óreglulega yfir allt saman og setjið í frysti aftur í um 20 mínútur.
 7. Takið síðan út, lyftið blöndunni upp úr forminu á bökunarpappírnum og skerið niður í munnstóra bita.
 8. Geymið í kæli eða frysti þar til bitanna skal njóta.
Panda súkkulaðikúlur í döðlugott

Þetta nammi er svooooooo gott og er jarðarberjaútfærslan mín uppáhalds!

döðlugott í veisluna

Mmmm……

döðlunammi uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun