Rjómalagað spaghettí bolognese



⌑ Samstarf ⌑
hvað á að vera í matinn?

Þetta er ekta fjölskyldumatur og góð tilbreyting frá hakk og spaghettí! Rjóminn setur hér síðan punktinn algjörlega yfir I-ið og breytir þessu í lúxus-hversdagsmáltíð!

einfaldur kvöldmatur

Rétturinn er góður með parmesanosti og hvítlauksbrauði en hér tók ég súrdeigs-snittubrauð, smurði með vel af íslensku smjöri, kryddaði með hvítlauksdufti og salti og setti rifinn pizzaost yfir allt saman og inn í ofn á 200° C í 5 mínútur.

góður kvöldmatur

Rjómalagað spaghettí bolognese

Fyrir um 5 manns

  • 450 g spaghettí
  • 700 g nautahakk
  • 1 stór gulrót
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 4 msk. tómat paste
  • 400 g hakkaðir tómatar (í dós)
  • 100 ml pastavatn
  • 2 msk. fljótandi nautakraftur
  • 1 tsk. þurrkuð basilíka
  • 1 msk. oregano krydd
  • 150 ml rjómi frá Gott í matinn
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Ólífuolía til steikingar
  • Meðlæti: parmesanostur og hvítlauksbrauð
  1. Saxið laukinn smátt og rífið gulrót og hvítlauk niður með fínu rifjárni.
  2. Steikið hakk og lauk á pönnu, kryddið eftir smekk. Þegar það er að verða tilbúið má bæta gulrót og hvítlauk saman við og steikja við meðalhita aðeins lengur eða þar til það mýkist.
  3. Sjóðið á meðan spaghettí al dente í vel söltu vatni.
  4. Takið 100 ml af pastavatninu á meðan spagettíið sýður, bætið á pönnuna með hakkinu ásamt tómat paste, hökkuðum tómötum, nautakrafti, basilíku og oregano, leyfið að malla aðeins (10-15 mín).
  5. Í lokin bætið þið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum, setjið síðan spaghettí saman við og blandið varlega saman við.
  6. Njótið með parmesan osti og hvítlauksbrauði.
rjómalagað spaghetti bolognese

Rjómi gerir einfaldlega allt betra! Ef það er eitthvað sem er alltaf til í mínum ísskáp þá er það rjómi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun