Burrata pizza⌑ Samstarf ⌑
pizza með burrata

Burrata ostur er ein af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að nálgast þessa dásemd en nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á þessum osti í lausasölu og ég mæli með að þið laumið ykkur alltaf í eina, ef ekki fleiri dósir þegar hann er til í verslunum!

ítölsk pizza með burrata osti

Mmmm, þessi ostur sko!

pizza með burrata, tómötum og basilíku

Burrata pizza

Uppskrift fyrir eina pizzu (fyrir 1-2 manns)

 • Pizzadeig að eigin vali
 • Pizzasósa að eigin vali
 • Oregano krydd
 • Pizzaostur frá Gott í matinn
 • Grænt basil pestó (nokkrar teskeiðar)
 • Rautt chilli pestó (nokkrar teskeiðar)
 • Klettasalat (1 lúka)
 • 100 g Piccolo tómatar (skornir niður)
 • 1 Burrata kúla frá Gott í matinn
 • Góð ólífuolía
 • Balsamik gljái
 • Fersk basilika (söxuð)
 1. Hitið ofninn í 220°C og fletjið pizzadeigið út þar til það verður um 30 cm í þvermál.
 2. Komið deiginu fyrir á bökunarplötu, smyrjið pizzasósu yfir allt og setjið pizzaost og oregano eftir smekk, brjótið næst aðeins upp á kantana.
 3. Bakið í um 15 mínútur eða þar til kantarnir gyllast vel og takið þá úr ofninum.
 4. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pizzuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum.
 5. Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir allt og loks smá basiliku.
Burrata ostur á pizzu

Mmmm…..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun