Pekanhnetudraumur



⌑ Samstarf ⌑
súkkulaðikaka uppskrift

Hér kemur ein undursamleg sem hefur fylgt okkur fjölskyldunni um árabil. Hún er svo djúsí og góð að hana verða allir að prófa!

Pekanhnetukaka

Karamellubráðin yfir pekanhneturnar setur algjörlega punktinn yfir I-ið og fullkomnar þessa köku!

góð brownie kaka

Pekanhnetudraumur

Brownie kaka uppskrift

  • 80 gr smjör
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 270 g sykur
  • 3 egg
  • 100 g hveiti
  • ½ tsk. salt
  • 2 tsk. vanilludropar
  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Bræðið saman suðusúkkulaði og smjör við vægan hita og leyfið hitanum næst að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
  3. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
  4. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna, bætið vanilludropum í og hrærið saman.
  5. Sáldrið þurrefnunum saman við, hrærið rólega og skafið niður á milli þar til vel blandað.
  6. Smyrjið ferkantað form (um 23x23cm) eða spreyið með matarolíu og leggið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar (auðveldara að ná henni úr þannig og skera í bita).
  7. Hellið deiginu í og bakið í 20 mínútur, útbúið karamellubráðina á meðan.

Pekanhnetu karamellubráð

  • 100 g Til hamingju pekanhnetur (saxaðar)
  • 70 g púðursykur
  • 80 g smjör
  • 3 msk. rjómi
  • Saltkaramelluís frá Häagen-Dazs (berið fram með kökunni)
  1. Saxið pekanhneturnar og geymið í skál.
  2. Setjið púðursykur, rjóma og smjör í pott og bræðið, leyfið að sjóða í um eina mínútu og hrærið vel í á meðan, geymið.
  3. Þegar kakan hefur verið í ofninum í 20 mínútur má taka hana út, strá pekanhnetunum yfir og því næst hella karamellubráðinni jafnt yfir allt.
  4. Bakið að nýju í 10-12 mínútur eða þar til karamellan fer aðeins að dökkna í köntunum.
  5. Kælið aðeins og skerið niður í bita, njótið með saltkaramelluís frá Hagendaas. Kökuna má einnig kæla og njóta þannig, hún er góð hvernig sem er!
Til hamingju pekanhnetur

Brownies + pekanhnetur = fullkomin blanda!

Haagendazs ís með kökunni

Häagen-Dazs ísinn er okkar uppáhalds og þessi saltkaramelluís er eitthvað annað!

brownie með pekanhnetum og karamellu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun