Súkkulaðisæla⌑ Samstarf ⌑
Heit súkkulaðikaka með ís

Heit súkkulaðikaka með blautri miðju, ís og karamellusósu, já takk!

Heit súkkulaðikaka með karamellusósu og ís

Þessi eftirréttur er algjörlega guðdómlegur!

Blaut súkkulaðikaka

Súkkulaðisæla

 • 140 g smjör
 • 140 g Green & Blacks 70% súkkulaði
 • 2 egg
 • 3 eggjarauður
 • 140 g flórsykur
 • 40 g bökunarkakó
 • 60 g hveiti
 • Häagen-Dazs Dulce De Leche ís
 • Karamelluíssósa
 • Kirsuber
 1. Hitið ofninn í 220°C.
 2. Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði og leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur.
 3. Þeytið saman egg og eggjarauður þar til létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
 4. Að lokum má sigta hveiti og bökunarkakó í blönduna og vefja varlega saman.
 5. Smyrjið souffle form vel með smjöri, fyllið um 2/3 af forminu og bakið í 10-12 mínútur. Dugar í 6-8 souffle form (eftir stærð).
 6. Leyfið aðeins að standa og setjið síðan væna skeið af ís, karamellusósu og kirsuber á hverja köku.
Haagen-Dazs ís

Häagen-Dazs ísinn er svooooooo góður, við elskum allar bragðtegundir og er yfirleitt slegist um þennan ís í ísskápnum á þessu heimili!

Heit súkkulaðikaka með blautri miðju

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun