
Hér kemur einföld og fljótleg útgáfa af ítalskri grýtu með kjötbollum í stað nautahakks!

Spagetti og kjötbollur, hver elskar ekki þá tvennu!

Ítölsk grýta með hakkbollum
Fyrir um 6 manns
Ítölsk grýta
- Um 1 kg tilbúnar hakkbollur
- 1500 ml vatn
- 2 pokar ítölsk grýta frá TORO
- 1 box piccolo tómatar
- Fersk basilika
- Salt og pipar
- Rifinn parmesan ostur
- Ólífuolía til steikingar
- Steikið hakkbollurnar upp úr ólífuolíu og brúnið vel allar hliðar.
- Takið af pönnunni, hellið vatninu á hana og hrærið grýtunni saman við og leyfið að malla í um 5 mínútur.
- Bætið þá hakkbollunum aftur á pönnuna ásamt tómötum og leyfið að malla saman þar til spagettíið er soðið (um 5- 10 mínútur í viðbót).
- Berið fram með ferskri basilíku, rifnum parmesanosti og hvítlauksbrauði.
Hvítlauksbrauð
Um 20 sneiðar
- 1 fínt snittubrauð
- 150 g smjör við stofuhita
- 3 rifin hvítlauksrif
- 1 msk. oregano krydd
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- Skerið snittubrauðið í sneiðar.
- Stappið smjör, hvítlauk og krydd saman í skál og smyrjið vel af smjörblöndu yfir hverja brauðsneið.
- Bakið við 180°C í 7-8 mínútur.
- Gott er að gera brauðið tilbúið áður en hafist er handa við að steikja bollurnar til þess að hægt sé að skella því í ofninn þegar grýtan mallar síðustu mínúturnar.

TORO er með ýmsar gerðir af grýtum og gaman er að prófa mismunandi hráefni með þeim!
