Ítölsk grýta með hakkbollum



⌑ Samstarf ⌑
spagetti og kjötbollur í sósu

Hér kemur einföld og fljótleg útgáfa af ítalskri grýtu með kjötbollum í stað nautahakks!

ítölsk grýta

Spagetti og kjötbollur, hver elskar ekki þá tvennu!

Hakkbollur og tómatsósa með spagetti

Ítölsk grýta með hakkbollum

Fyrir um 6 manns

Ítölsk grýta

  • Um 1 kg tilbúnar hakkbollur
  • 1500 ml vatn
  • 2 pokar ítölsk grýta frá TORO
  • 1 box piccolo tómatar
  • Fersk basilika
  • Salt og pipar
  • Rifinn parmesan ostur
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Steikið hakkbollurnar upp úr ólífuolíu og brúnið vel allar hliðar.
  2. Takið af pönnunni, hellið vatninu á hana og hrærið grýtunni saman við og leyfið að malla í um 5 mínútur.
  3. Bætið þá hakkbollunum aftur á pönnuna ásamt tómötum og leyfið að malla saman þar til spagettíið er soðið (um 5- 10 mínútur í viðbót).
  4. Berið fram með ferskri basilíku, rifnum parmesanosti og hvítlauksbrauði.

Hvítlauksbrauð

Um 20 sneiðar

  • 1 fínt snittubrauð
  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3 rifin hvítlauksrif
  • 1 msk. oregano krydd
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Skerið snittubrauðið í sneiðar.
  2. Stappið smjör, hvítlauk og krydd saman í skál og smyrjið vel af smjörblöndu yfir hverja brauðsneið.
  3. Bakið við 180°C í 7-8 mínútur.
  4. Gott er að gera brauðið tilbúið áður en hafist er handa við að steikja bollurnar til þess að hægt sé að skella því í ofninn þegar grýtan mallar síðustu mínúturnar.
Toro ítölsk grýta

TORO er með ýmsar gerðir af grýtum og gaman er að prófa mismunandi hráefni með þeim!

ítölsk grýta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun