Tacosalat



⌑ Samstarf ⌑
Brakandi kjúklingasalat með snakki

Brakandi ferskt Tacosalat með kjúklingi er alltaf góð hugmynd!

Kjúklingasalat með avókadó majónesi

Að mylja nachos yfir salat, hvort sem það er eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum mat er í uppáhaldi hjá mér, það er svo gott að hafa smá stökkt í bland!

Taco salat með kjúkling

Tacosalat uppskrift

Fyrir um 4 manns

  • 4 kjúklingabringur
  • Kjúklingakrydd
  • Grillolía með hvítlauk
  • 150 g maísbaunir (+ olía og salt)
  • Romaine salat (eitt búnt)
  • 1 rauð paprika
  • 200 g Black beans
  • ½ rauðlaukur
  • Kóríander
  • Old El Paso osta nachos flögur
  • Hellmann‘s Avocado jalapeno streetfood majónes
  1. Kryddið kjúklingabringurnar og grillið þær á meðalheitu grilli, penslið með grillolíu og hvílið í um 10 mínútur eftir að þær eru tilbúnar.
  2. Steikið maísbaunirnar upp úr ólífuolíu og kryddið til með salti, leggið til hliðar.
  3. Skerið niður grænmetið og blandið saman í skál ásamt maísbaunum og svörtum baunum.
  4. Myljið nachos flögur og skerið niður kóríander og setjið yfir.
  5. Næst má skera niður kjúklingabringurnar, leggja yfir salatið og setja vel af Avocado majónesi yfir allt saman. Gott er síðan að hafa majónesið á borðinu fyrir þá sem vilja skammta sér meira.
Taco salat með avocadó majónesi

Avocado jalapeno majónesið í flöskunni er alveg hrikalega gott. Ég elska bara að geta fengið svona majónes á flöskum til að „drizzla“ yfir eitt og annað, virkilega handhægt og þægilegt. Stórt LIKE á Hellmann’s fyrir að þróa þessa snilld!

Hellmanns avocado mayonaise in salad

Virkilega djúsí og gott salat sem ég mæli með að þið prófið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun