Falafel vefjur



⌑ Samstarf ⌑

Hollar vefjur

Hollt, gott og fljótlegt, hér erum við að tala um slíka uppskrift!

Vefjur með hollu áleggi

Falafel vefjur

Fyrir um 4 manns

  • 1 pakki  tilbúnar Falafel bollur (um 18 stykki)
  • Old El Paso Mexicana Street Market mini vefjur (um 12 stykki)
  • Hummus
  • Kínakál
  • Kirsuberjatómatar
  • Rauðlaukur
  • Agúrka
  • Hellmann‘s Hummus Style streetfood majónes
  1. Hitið falafel bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og skerið þær síðan í tvo hluta.
  2. Steikið vefjurnar á pönnu og skerið niður grænmetið.
  3. Smyrjið vænu lagi af hummus í hverja vefju, raðið næst grænmetinu og bollum.
  4. Að lokum má setja vel af Hummus majónesi yfir allt saman.
Vefjur með hummus og hummusmajó

Ég elska þessar Street Food sósur frá Hellmann’s og eru þær hver annarri betri!

Grænmetisvefjur með falafel

Það þarf ekki alltaf að vera kjöt, falafel bollurnar eru bragðgóðar og passa vel í þennan rétt!

Falafel vefjur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun