Súkkulaðimús á nokkrum mínútum



⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðimús

Ef þig langar til að töfra fram eftirrétt á svipstundu ættir þú að lesa niður þessa færslu!

Eftirréttahugmynd

Café Noir kex í botninum og létt súkkulaðimús með rjóma og berjum, namm!

Létt súkkulaðimús á nokkrum mínútum

Súkkulaðimús á nokkrum mínútum

Uppskrift dugar í um 8-10 glös

  • 1 pakki Frón Noir kex.
  • 2 pokar Dr.Oetker súkkulaðimús (Cake Mousse)
  • 500 ml léttmjólk.
  • 250 ml rjómi.
  • Jarðarber
  • Hindber
  • Súkkulaðispænir
  1. Myljið Noir kexið niður í blandara og skiptið niður í glösin.
  2. Þeytið saman léttmjólk og súkkulaðimús í nokkrar mínútur þar til blandan verður létt og þykk. 
  3. Setjið í stóran sprautupoka og skiptið niður í glösin.
  4. Sprautið næst þeyttum rjóma á hverja súkkulaðimús og skreytið með berjum og súkkulaðispæni.
Dr.Oetker súkkulaðibúðingur

Það er magnað hvað er hægt að töfra upp úr þessum pakka á nokkrum mínútum, mæli með að þið prófið!

Dr. Oetker „Cake Mousse“ fæst í Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín verslun Kostur, Þín verslun Melabúðin og í Verslun Einar Ó.

Góður eftirréttur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun