Passion Fruit Pavlova



⌑ Samstarf ⌑
sumar pavlova uppskrift

Ef þessi kaka færir okkur sumarið þá veit ég ekki hvað! Hún er björt og sumarleg, bæði í útliti og á bragðið. Ég varð að leyfa mér að nota enskt heiti á þessa uppskrift því Ástríðuávaxtar pavlova hljómaði bara alls ekki eins vel og „Passion Fruit Pavlova“, hahaha!

Passsion fruit pavlova

Það er svo gaman að prófa sig áfram í Pavlovugerð og líka gaman hvernig maður skiptir um gír á milli árstíða.

Pavlova fyrir sumarið með Passion Fruit og rjóma

Þessi dásemd á sko sannarlega vel við á næstu mánuðum og vonum hún muni færa okkur sól og sumaryl!

Pavlova með ástríðuávexti

Passion Fruit Pavlova

Marengs uppskrift

  • 6 eggjahvítur
  • 350 g sykur
  • 1 tsk. kartöflumjöl
  • 2 tsk. hvítvínsedik
  1. Hitið ofninn í 110°C og teiknið um 20 cm hring í þvermál á bökunarpappír.
  2. Þeytið eggjahvíturnar á miðlungshraða þar til þær rétt byrja að freyða.
  3. Bætið þá sykrinum saman við í litlum skömmtum, um 2 matskeiðar í senn og hrærið í um 30 sekúndur á milli áður en þið bætið meiru við.
  4. Best er að þeyta allan tímann á miðlungsstillingu til að varast að ofþeyta marengsinn (ég notaði stillingu 4-5 á Kitchen Aid vélinni).
  5. Þegar allur sykur er uppleystur má hræra saman kartöflumjöl og edik og hella því saman við, þeyta á hæstu stillingu í um 30 sekúndur.
  6. Setjið blönduna inn í hringinn á bökunarpappírnum, á bökunarplötu og reynið að jafna blönduna vel innan hringsins og gott er að hafa háa kanta. Hafa marengsblönduna lárétta ofan á og lóðrétta á hliðunum.
  7. Síðan er fallegt að draga kökuspaða beint upp eftir hliðunum til að fá fallegt mynstur í marengsinn.
  8. Bakið í 90 mínútur, slökkvið þá á hitanum og leyfið að kólna með ofninum.

Fylling og skraut

  • 500 ml rjómi
  • 1 vanillustöng
  • ½ krukka St.Dalfour Mango & Passion Fruit sulta
  • 2-3 Passion fruit ávextir
  • Fersk blóm
  1. Þeytið saman rjóma og fræ úr einni vanillustöng.
  2. Vefjið sultunni saman við og smyrjið yfir marengsinn.
  3. Skreytið með ferskum Passion Fruit og ferskum blómum.
St.Dalfour passion fruit sulta notuð í sumarlega pavlovu

Þessi sulta er alveg guðdómleg, hvort sem það er út á jógúrt, ofan á brauðið, með ostunum, nú eða í baksturinn!

summer pavlova recipe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun