Sælkerabakki



Það er svo yndislegt að raða saman góðgæti á bakka að ég get ekki hætt og þið eigið án efa eftir að sjá miklu fleiri útfærslur að ostabökkum, sælkerabökkum og alls konar bökkum frá mér í framtíðinni! Það sem er svo frábært við svona bakka er að það er hægt að hafa mikla fjölbreytni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að þessu sinni var ég að prófa nýjar vörur frá litlu íslensku fjölskyldufyrirtæki sem heitir Pesto.is en þau eru meðal annars með dásamlegan hummus, kryddkurl og sultur!

Þegar maður hefur sælkeravörur sem þessar í boði er einfalt að snara fram ljúffengum réttum. Hér er niðurskorið snittubrauð með hummus og smá kryddkurli stráð yfir. Kryddkurlið frá þeim er víst ansi vinsælt á ýmsan mat!

Sælkerabakki með hummus, döðlusultu, eldpiparsultu, kryddkurli og alls kyns ostum

Þessi sulta er guðdómleg og fer einstaklega vel með ostum!

BAkaður ostur með chilisultu

Það er svo gott að baka Brie-osta, hér er einn slíkur á ferðinni sem fékk að fara inn í ofn á 180°C í um 15 mínútur og síðan setti ég vel af eldpiparsultu á hann um leið og hann kom út og bar fram með góðu kexi. Súpereinfalt og gott!

Sælkerabakki með hummus, döðlusultu, eldpiparsultu, kryddkurli og alls kyns ostum

Rauðlaukssælan er dásamleg! Hana má auðvitað nota á hamborgara eða annan mat en hér setti ég hana á snittu.

Sælkerabakki með hummus, döðlusultu, eldpiparsultu, kryddkurli og alls kyns ostum

Niðurskorið og ristað snittubrauð með olíu og salti, baunaspírur, Dala Auður, rauðlaukssæla og kryddkurli stráð yfir…..namm!

Sælkerabakki með hummus, döðlusultu, eldpiparsultu, kryddkurli og alls kyns ostum

Við fjölskyldan elskuðum þennan sælkerabakka og mælum með þessum dásamlegu vörum sem fást í Mosfellsbakarí, Passion Reykjavík, Frú Laugu, Fylgifiskum og G.K Bakarí Selfossi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun