Spaghetti með risarækjum⌑ Samstarf ⌑
Risarækjuspaghetti

Risarækjur og spaghetti, já takk! Hér er á ferðinni ofureinföld og fljótleg uppskrift og útkoman er undursamleg.

Einfaldur pastaréttur

Spaghetti með risarækjum uppskrift

 • 500 g spaghetti
 • 700 g risarækjur/tígrisrækjur
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • 1 krukka Sacla Whole Cherry Tomato pastasósa
 • Ólífuolía
 • 1 msk. smjör
 • Salt og pipar
 • Basilíka
 • Parmesan
 1. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Steikið á meðan rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar á litinn, kryddið með salti og pipar.
 3. Takið rækjurnar af pönnunni og færið yfir á disk, setjið smjörið á og steikið hvítlaukinn stutta stund.
 4. Næst má hella pastasósunni á pönnuna og hita hana upp og síðan setja bæði spaghetti og rækjur saman við og blanda saman.
 5. Þegar spaghetti er komið á diska má rífa parmesan ost yfir og skreyta með ferskri basilíku.
Pastaréttur með tómötum

Uppskriftirnar gerast ekki mikið einfaldari en þetta og ég elska Sacla pastasósurnar!

Spaghetti með risarækjum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun