„Mini“ skyrskálar



⌑ Samstarf ⌑
Skyrskál uppskrift

Skyrskálar hafa verið vinsælar undanfarin misseri og ótal staðir farnir að selja slíkar. Kosturinn við slíkar að mínu mati er að þær eru hollar, bragðgóðar og fallegar. Samsetningamöguleikar eru síðan óteljandi og hér kemur ein heimagerð sem passar fullkomlega í brönsinn, morgunverðinn, hádegisverð eða sem millimál.

Skyrskál uppskrift

María vinkona mín á www.paz.is gerði svo girnilegar skyrskálar um daginn að ég mátti til með að stela hugmyndinni hennar og koma með slíka tillögu hingað inn fyrir ykkur. Stelpurnar bökuðu brauðbollur eina helgina og á meðan útbjó ég skyrskálarnar og þetta var hinn fullkomni helgarbröns fyrir fjölskylduna.

Heimagerð skyrskál

Mini“ skyrskálar

Uppskrift dugar í 6-8 glös

Neðsta lag

  • 500 g vanilluskyr
  1. Skiptið skyrinu jafnt í botninn á glösunum.

Millilag

  • 200 g jarðarberjaskyr
  • 200 ml möndlumjólk
  • 400 g frosnir bananar
  • 300 g frosin jarðarber
  • 80 g Til hamingju saxaðar döðlur
  1. Setjið allt í blandarann og maukið þar til þykkt og slétt krap hefur myndast.
  2. Gott er að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður á milli og halda síðan áfram að mauka.
  3. Hellið yfir vanilluskyrið og skiptið jafnt á milli glasanna og setjið toppinn yfir að lokum.

Toppur

  • Til hamingju súkkulaðihúðuð jarðarber (söxuð niður)
  • Til hamingju granóla
  • Til hamingju kókosflögur
  • Niðurskorinn banani
  • Niðurskorin jarðarber
  • Hnetusmjör
Súkkulaðihúðuð jarðarber frá Til hamingju

Þessi súkkulaðihúðuðu jarðarber eru æði!

Uppskrift skyrskál

Það er gaman að bera fram skyrskálar í fallegum glösum.

Skyrskál í brönsinn

Það má að sjálfsögðu minnka uppskriftina en 6-8 glös í þessari uppskrift jafnast á við 3-4 skálar eins og keyptar eru á skyrbarnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun