Stökkar „Street Food“ núðlur



⌑ Samstarf ⌑
Eggjanúðlur á pönnu

Núðlur, núðlur,núðlur! Við elskum núðlur og ég gæti alveg vanist því að fara reglulega til Asíu og borða MIKIÐ af slíkum réttum, hreinlega fæ ekki nóg!

Auðveldar heimagerðar núðlur

Ég rakst á þessa hugmynd með að setja majónessósu yfir núðlur á netinu, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug og upp frá því varð þessi geggjaða uppskrift til!

Fljótlegur kvöldmatur uppskrift

Stökkar „Street Food“ núðlur

Fyrir 4-6 manns

Núðlur

  • 300 g medium eggjanúðlur
  • 6 sneiðar beikon
  • Um 500 g kjúklingalærakjöt
  • 5 vorlaukar (+ meira til að setja ofan á)
  • 3 hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • 1 msk. sesamolía
  • 2 msk. soyasósa
  • Salt, pipar, hvítlauksduft, paprikuduft

Toppur

  • Sesamfræ
  • Jalapeno niðurskorið eftir smekk
  • Hellmann‘s Garlic & Jalapeno Street Food sósa
  1. Sjóðið núðlurnar í 4 mínútur, hellið vökvanum af og geymið til hliðar.
  2. Steikið beikon á pönnu og þerrið á pappír og geymið, skerið niður kjúklingakjötið og steikið á sömu pönnu án þess að þrífa hana á milli, bætið við smá ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar, hvítlauksdufti og paprikudufti.
  3. Takið nú kjúklingakjötið til hliðar, bætið smá ólífuolíu á pönnuna og steikið vorlauk og rífið hvítlauksrifin á pönnuna. Steikið stutta stund og bætið þá núðlum, kjúklingi og söxuðu beikoni aftur á pönnuna.
  4. Steikið við meðalháan hita í nokkrar mínútur eða þar til núðlurnar fara aðeins að gyllast. Bætið sesamolíu og soyasósu saman við og veltið reglulega til þess að núðlurnar festist ekki við pönnuna.
  5. Njótið með vel af Garlic & Jalapeno Street Food sósu, meiri vorlauk og sesamfræjum.
Hellmann's street food majónes

Þessi réttur var svo brjálæðislega góður að það var hver einasta arða hreinsuð upp af pönnunni!

Pan fried noodles with mayo

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun