Óóóó ef þetta ofurferska sumarsalat er ekki akkúrat það sem allir þurfa að fá æði fyrir í sumar þá veit ég ekki hvað. Þetta var algjörlega guðdómlegt með þeyttum vanillurjóma, namm!

Það má auðvitað skipta ávöxtum út fyrir hverja sem er en hunangs- límónudressingin tekur ávextina á æðra stig svo alls ekki sleppa henni!

Ferskt ávaxtasalat með þeyttum vanillurjóma
Ávaxtasalat uppskrift
- Um 200 g jarðarber
- Um 150 g bláber
- 2 stk. kiwi
- 2 stk. appelsína
- Um 160 g vínber (30 stk)
- Um 100 g hindber
- 30 g saxað dökkt súkkulaði
- Skerið ávextina niður í litla bita (allt nema bláberin).
- Veltið upp úr hunangsdressingunni (sjá uppskrift hér að neðan) og berið fram með söxuðu súkkulaði og þeyttum vanillurjóma (sjá uppskrift hér að neðan).
- Best er að bera ávextina fram samstundis á meðan þeir eru stökkir og ljúffengir.
Hunangsdressing uppskrift
- 2 msk. hunang
- ½ lime (safi + börkur)
- Pískið saman með gaffli og hellið yfir ávextina þegar búið er að skera þá niður og veltið varlega um með sleikju.
Vanillurjómi uppskrift
- 300 ml rjómi frá Gott í matinn
- 1 msk. sykur
- Fræ úr einni vanillustöng
- Setjið allt saman í hrærivélarskálina og þeytið þar til rjóminn verður stífþeyttur.
- Berið fram með fersku ávaxtasalatinu.

Sætur vanillurjómi með fersku ávaxtasalati er klárlega nýja uppáhaldið mitt!
