Haustið kallar á granóla! Við erum svosem granólasjúk allt árið í minni fjölskyldu en það er nú önnur saga, hahaha!

Það er alltaf gaman að útbúa fallegan morgunverð og þessar krúttlegu granólaskálar slógu í gegn hér á þessu heimili. Þær geta verið morgunverður, millimál og eru líka sniðugar í „brönsinn“!

Granólaskálar
8-10 stykki
Botn
- 300 g Til hamingju granóla
- 90 g brætt smjör
- Hitið ofninn í 180°C og klippið bökunarpappír í litla ferhyrninga til að setja ofan í bollakökuform úr áli.
- Setjið granóla í blandarann og maukið alveg niður þar til áferðin minnir á grófan sand.
- Setjið í skál, hellið smjörinu yfir og blandið vel saman.
- Takið kúfaða matskeið og setjið ofan í bökunarpappír í bollakökuforminu, ýtið mylsnunni þétt niður og upp hliðarnar.
- Bakið síðan í 10 mínútur og setjið í frysti í 10 mínútur (til að kæla) áður en þið setjið fyllinguna ofan í.
Fylling
- Um 300 g grísk jógúrt að eigin vali
- Bláber
- Til hamingju pistasíukjarnar (saxaðir)
- Smá dökkt súkkulaði (saxað)
- Fyllið hverja skál með grísku jógúrti og toppið með bláberjum, pistasíum og súkkulaði.

Mmmm, hollar, góðar og fallegar, það er ekki hægt að biðja um mikið meira!

Mmm….
