Nestishugmyndir



⌑ Samstarf ⌑
Nestishugmyndir pasta

Haustið er mætt með allri sinni dýrð! Fyrsta haustlægðin kom með hvelli og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin að kveðja þetta sumar, hahaha! Haustið er reyndar minn uppáhalds tími á árinu því kertaljós, rútína og haustlitir eru mitt uppáhald. Talandi um rútínu, henni fylgir nesti! Ég veit um engan sem elskar að gera nesti en það er samt mikilvægt að gefa sér tíma í slíkt og reyna að láta hugmyndaflugið njóta sín.

hvað á að hafa í nesti?

Hér koma nokkrar hugmyndir af einföldu nesti sem ég vona að þið getið nýtt ykkur.

Stelpurnar mínar voru í það minnsta hæstánægðar með þetta allt saman!

kalt pastasalat í nesti

Nestishugmyndir

Kalt pastasalat
2-4 skammtar (eftir stærð)

  • 250 g pastaslaufur
  • 4 x sneiðar Ali skinka
  • ½ box Piccolo tómatar (um 100g)
  • ¼ agúrka
  • 30 g rifinn cheddar ostur
  • 70 g tilbúin Caesar salatdressing
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið síðan strax og leyfið öllu vatni að leka vel af áður en þið setjið annað saman við.
  2. Skerið skinku, tómata og agúrku niður í hæfilega stóra bita og blandið síðan öllu saman með sleikju í skál og kælið í vel lokuðu boxi þess á milli sem þið njótið.
Skinka í nestisboxið

Rjómaostavefjur
12 litlir bitar

  • 2 stórar tortilla kökur
  • 4 x Ali beikonsneiðar
  • Um ½ pakki Ali silkiskorin hunangsskinka
  • 100 g rjómaostur að eigin vali (hér notaði ég með graslauk)
  • 30 g cheddar ostur rifinn

  1. Eldið beikonið þar til það er stökkt, setjið á pappír til að fitan leki af og saxið síðan smátt niður.
  2. Hrærið beikonkurli saman við rjómaost og rifinn cheddar ost, smyrjið síðan þunnu lagi á vefjurnar.
  3. Setjið vel af silkiskorinni hunangsskinku yfir, rúllið vefjunum þétt upp og skerið hvora vefju í 6 bita.
nesti hugmyndir

Ostapinnar

6 stykki

  • 2 x sneiðar Ali skinka
  • 6 ostateningar
  • 12 vínber
  1. Rúllið skinkunni upp og skiptið niður í 3 litlar rúllur.
  2. Raðið upp á ostapinna, vínber, skinka, ostur, vínber.
hugmyndir af nesti

Einfalt, hollt og gott!

gott og hollt nesti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun