Hér kemur langlokusnilld sem hægt er að gera á einu bretti fyrir alla fjölskylduna og toppar klárlega Sóma!

Stelpurnar mínar elska að hafa þetta í nesti í skólann og við gerum þessar alltaf reglulega!

Nestislangloka
- Langlokubrauð með sesamfræjum
- Silkiskorin skinka
- Ostur
- Harðsoðið egg
- Blaðkál
- Tómatar
- Gúrka
- Pítusósa
- Skerið brauðið langsum og raðið öllu saman eftir smekk.
- Langlokubrauðin fást til dæmis í Bónusbakaríinu og ég kaupi þau og sker í sundur áður en ég set í frystinn, þannig er hægt að setja álegg á milli þó brauðið sé enn frosið, plasta og taka með í nesti.
