Hér erum við með ótrúlega einfalt, hollt og gott pastasalat sem hentar vel sem nesti, hvort sem það er í skólann eða vinnuna.

Það er hægt að undirbúa þetta allt og setja í sitthvort boxið í ísskápinn og síðan getur hver og einn sett saman salat eftir eigin ósk og stjórnað þannig magni af hverju hráefni.

Pestó pastasalat
Uppskrift miðast við einn skammt (mæli með að gera nokkra í einu)
- 100 g pasta að eigin vali
- 30 g Classic Basil pestó frá Sacla
- 1 msk. ólífuolía
- ½ dós ORA túnfiskur í vatni
- Nokkrir piccolo tómatar
- Nokkrar mozzarellaperlur
- Fersk basilíka
- ½ harðsoðið egg
- Sjóðið pasta í söltu vatni og kælið.
- Blandið pestó + ólífuolíu saman við með sleikju og setjið í nestisbox/skál.
- Setjið túnfiskinn ofan á ásamt öðrum hráefnum og njótið.

Pestó passar einstaklega vel á kalt pasta, namm!

ORA túnfiskurinn klikkar ekki frekar en fyrri daginn og er fullur af próteini og undurhollur!