Lúxus chiagrautur



⌑ Samstarf ⌑
Chiabúðingur með toppi

Ég er alltaf að reyna að finna upp á hollum og góðum uppskriftum og nýjasta nýtt hjá mér eru chiagrautar. Það þarf síðan alltaf að vera smá gúrme þegar ég er að útbúa mér svona hollustu og almáttugur minn hvað þessi útfærsla var góð!

Lúxus chiagrautur

Kókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!

Hollur morgunmatur hugmyndir

Það er lítið mál að útbúa chiagrautinn með fyrirvara og setja síðan „topping“ á hann þegar þú ert að fara að borða eða til að grípa með í nesti. Það má einnig skipta uppskriftinni niður í krukkur og geyma grautinn þannig þangað til þið eruð tilbúin að borða hann. Ef þið eruð með gott lok á boxin/krukkurnar sem þið notið má geyma tilbúinn chiagraut í 3-5 daga í ísskápnum svo það er fullkomið að hræra í nokkrar krukkur í einu.

Chiagrautur uppskrift

Lúxus Chia grautur

Uppskrift dugar í um 4 morgunverðarskálar

Chia grautur uppskrift

  • 150 g Chia fræ
  • 800 ml möndlumjólk
  • 350 g kókosjógúrt
  1. Hrærið öllu saman í skál og leyfið að standa í um 10 mínútur.
  2. Hrærið þá aftur upp í blöndunni, setjið lok á skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
  3. Skiptið síðan niður í skálar og toppið með neðangreindum hugmyndum.

„Topping“ á Chia graut

  • Rapunzel kókos- og möndlusmjör með döðlum
  • Rapunzel döðlusýróp
  • Driscolls brómber
  • Driscolls bláber
  • Niðurskorinn banani
  • Ristaðar kókosflögur
  • Saxaðir pistasíukjarnar
  • Smá saxað dökkt súkkulaði
Rapunzel kókos- og möndlusmjör með döðlum á grautinn

Mmmmm þetta kókos- og möndlusmjör með döðlum er brjálæðislega gott og má notast að vild á grautinn. Kannski fékk ég mér smá ábót þegar ég borðaði mína skál….. tíhí!

Chia grautur uppskrift

Mmmm……

Morgunmatur uppskriftir

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun