Cheerios kökur⌑ Samstarf ⌑
Cheerios kökur uppskrift

Þessi uppskrift hér er auðvitað algjör klassík og allir elska! Mér finnst mikilvægt að hafa nóg súkkulaði og sýróp því þær verða að vera smá „sticky“ og djúsí, mmmmm! Það besta við þessa uppskrift er að hún er OFUR-einföld, það þarf ekkert að baka og það tekur enga stund að skella í hana.

Cheerios kökur í afmæli

Cheerioskökur uppskrift

Um 20 stykki

 • 50 g smjör
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 220 g þykkt sýróp
 • 130 g Cheerios
 • Kökuskraut
 1. Setjið smjör, súkkulaði og sýróp saman í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
 2. Þegar bráðið er gott að auka hitann aðeins í lokin og leyfa blöndunni að sjóða saman í um eina mínútu og slökkva síðan á hellunni.
 3. Næst má setja Cheerios saman við, blanda vel saman við súkkulaðiblönduna, skipta síðan niður í pappaform og strá kökuskrauti yfir.
 4. Gott er að geyma kökurnar síðan í kæli.

MYNDBAND af uppskrift

Uppskriftabók fyrir börn

Cheerios er svo sannarlega meira en bara morgunkorn!

Hugmyndir fyrir barnaafmæli

Mæli eignilega bara strax með að gera tvöfalda uppskrift því þetta er fljótt að fara, hvort sem þetta er bara inn í ísskáp fyrir fjölskylduna eða borið fram í veislu. Það er síðan um að gera að leika sér með liti á formum og kökuskrauti í stíl við þema hverju sinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun