AK-inn borgari



⌑ Samstarf ⌑
Hamborgari og franskar

Við vorum í skíðaferð á Akureyri fyrr í mars og komum við á AK-inn á leiðinni heim til að fá okkur „Gelgjufæði“ sem er pylsa með frönskum og hamborgarasósu! Þeir setja síðan franskar á milli í fleira og þar á meðal AK-inn borgarann. Ég ákvað því að prófa að setja franskar á milli í hamborgara og viti menn, það var bara asskoti gott!

Hamborgari með frönskum á milli

Þetta vakti einnig mikla lukku hjá dætrum mínum en það voru franskar bæði á milli og sem meðlæti með þessum djúsí hamborgara.

Djúsí hamborgari

AK-inn borgari

4 stykki

  • 4 x 170 g hamborgarakjöt
  • 4 x stór hamborgarabrauð
  • 1 poki franskar
  • Kál
  • Rauðlaukur
  • Hamborgarasósa
  1. Hitið franskarnar og skerið niður grænmeti.
  2. Steikið/grillið hamborgarana og hitið brauðin.
  3. Raðið saman með nóg af frönskum og sósu á milli.
Stella artois bjór með hamborgaranum

Síðan er gott að hafa ískalda Stellu á kantinum.

Hamborgari með frönskum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun