Það var alveg kominn tími á einn gúrme ostabakka hingað inn, enda elska ég að útbúa slíka! Ég var að kynnast stökka ostakurlinu Kríu og Orra og langaði að prófa eitthvað sniðugt með því, það er nefnilega alveg svakalega gott!

Það má að sjálfsögðu borða það bara beint upp úr pokanum sem svo er gaman að leika sér með það í uppskriftir líka.

Rjómaostarúlla með beikoni sem búið er að velta upp úr stökku ostakurli og vorlauk, mmmm!

Ostabakki og krönsí rjómaostarúlla
Rjómaostarúlla uppskrift
- 300 g rjómaostur með graslauk & lauk frá MS
- 10 beikonsneiðar
- 30 g vorlaukur
- 100 g Orri ostakurl frá Ostakjallaranum
- Steikið beikonið þar til það verður stökkt og saxið smátt niður.
- Blandið beikoninu saman við rjómaostinn með skeið, setjið blönduna á plastfilmu og mótið nokkurs konar rúllu/breiða pylsu úr henni.
- Plastið, setjið á disk og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Saxið vorlaukinn smátt og myljið ostakurlið aðeins niður, blandið þessu saman á disk.
- Takið næst rjómaostarúlluna úr plastinu og veltið upp úr ostakurlinu, geymið í kæli þar til bera á ostarúlluna fram með góðu kexi eða brauði.
Annað á ostabakka
- Dala hringur
- Grettir ostur
- Gouda 12+ frá Ostakjallaranum
- Kría ostakurl frá Ostakjallaranum
- Dóri sterki frá Ostakjallaranum (upprúllaður)
- Hráskinka
- Salami pylsa
- Chili sulta
- Vínber
- Kex
- Hindber
- Bláber
- Lakkrísdöðlur
- Dökkt súkkulaði

Mmmm…..þetta ostakurl er alveg geggjað!
Vörurnar frá Ostakjallaranum fást meðal annars í sælkerasérvöruverslun á Bitruhálsi, Kjötkompaní og fleiri slíkum sérverslunum. Einnig eru þær til í Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup og Melabúðinni. Gouda + 12 og Tindur fást einnig í Krónunni.

Bland af alls konar, stökku, mjúku, söltu og sætu.

Gouda sterkur skorinn í teninga.

Dóri sterki upprúllaður, alveg svakalega góður ostur!

Er ekki að koma helgi!

Ostakurlið er gott eitt og sér eða með öðrum mat.
