Jógúrtsnakk er ofureinfalt að búa til. Það má toppa það með hverju sem hugurinn girnist og þetta er klárlega hollari kostur þegar ykkur langar í gott millimál!

Svo einfalt og gott!

Jógúrtsnakk uppskrift
- 500 ml (ein dós) Léttmál grísk jógúrt hrein
- 1-2 msk. sýróp/hunang
- Hrærið saman, klæðið skúffukökuform (c.a 30×40 cm) að innan með bökunarpappír og smyrjið úr jógúrtinu þar yfir.
- Toppið með því sem hugurinn girnist, sjá hugmyndir hér að neðan.
- Frystið yfir nótt og brjótið/skerið síðan í bita. Geymið bitana síðan í frystinum og lokið/plastið vel.
Hugmynd 1
- Saxaðar döðlur
- Muldar saltstangir (pretzels)
- Ristaðar kókosflögur
- Hnetu- eða möndlusmjör
- Smá kakóduft
Hugmynd 2
- Bláber
- Ristaðar kókosflögur
- Hnetu- eða möndlusmjör

Ef þið hafið ekki smakkað þetta gríska jógúrt þá mæli ég með, það er undursamlegt, silkimjúkt og gott!
