Morgunverður meistarans⌑ Samstarf ⌑
Avókadó á brauð með morgunmat

Lúxus morgunverður þarf ekki alltaf að kosta mikla fyrirhöfn. Þessi hérna samsetning myndi sóma sér hvar sem er, hvenær sem er og ekki er verra að þetta er allt hollt, gott og næringarríkt!

Góður boost í morgunmat

Drykkurinn er dásamlegur og ristuð súrdeigssneið með avókadó og smá twisti er eitthvað sem ég mæli með að þið prófið!

Hollur morgunmatur
Muubs Valley diskur frá Húsgagnahöllinni

Ekki er verra að bera matinn fram samhliða fallegum borðbúnaði eins og hér er gert. Allur borðbúnaður og aukahlutir sem sjást í þessari færslu eru frá Húsgagnahöllinni og nánari upplýsingar eru undir myndunum.

Ristuð súrdeigssneið með avókadó

Morgunverður meistarans

Draumadrykkur

Uppskrift dugar í 3-4 glös

 • 2 bananar
 • 400 ml vanillumjólk
 • 3 msk. kókos- og möndlusmjör frá Rapunzel
 • 1 msk. Cadbury bökunarkakó
 • 1 lúka (6-8 stk) döðlur
 • 1 msk. chiafræ
 • 2 lúkur klakar
 1. Allt sett í blandarann og þeytt vel!

Avókadósneið með twisti

 • 1 súrdeigssneið
 • Philadelphia rjómaostur – Extra Protein
 • ½ – 1 avókadó
 • Agúrkusneiðar
 • Sesamblanda-krydd
 • Spírur – próteinblanda
 • Ólífuolía til steikingar
 1. Steikið brauðsneiðina upp úr smá ólífuolíu þar til hún verður aðeins stökk á báðum hliðum.
 2. Smyrjið sneiðina með rjómaosti, stappið avókadóið gróft og setjið yfir, því næst agúrkusneiðar, sesamkrydd og spírur!
Rapunzel kókos og möndlusmjör fyrir skyrskálina eða í drykkinn

Þetta möndlusmjör er síðan klárlega nýja uppáhaldið mitt þegar kemur að skyrskálum, boost og fleiru, það er alveg dásamlega gott!

Linsoðið egg
Nordal eggjabikar úr marmara

Egg eru full af orku og passa vel með ristaðri súrdeigssneið og góðum boost!

Boost með möndlusmjöri
Nordal Garo glas

Ég mæli með hvort sem það er í morgunmat, hádegismat eða sem helgar „bröns“ fyrir vini/ættingja! Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.

Hugmyndir af hollum morgunmat

Mmmm….

Fallegur kökudiskur á fæti
Nordal Fig kökudiskur á fæti

Döðlur henta mjög vel í drykki sem þessa og gefa þeim smá sætu.

Hollur smoothie í morgunmat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun