Mig hefur alltaf langað til að prófa að flambera marengs á köku og loksins lét ég verða af því! Nú verður ekki aftur snúið og ætli ég fari ekki að flambera allt núna því þetta var svo gott!

Brownie botn, silkimjúk ostakaka með kirsuberjasultu og flamberaður marengs, það er ekki hægt að biðja um meira í lífinu!

Ostakökubomba
Brownie botn
- 60 g smjör
- 200 g dökkt súkkulaði
- 80 g púðursykur
- 1 tsk. vanilludropar
- 1 egg
- 70 g hveiti
- Hitið ofninn í 160°C.
- Bræðið saman smjör og súkkulaði, leyfið hitanum næst að rjúka aðeins úr.
- Takið á meðan til smelluform um 20-22 cm í þvermál og setjið bökunarpappír í botninn, spreyið næst með matarolíuspreyi, bæði botn og hliðar.
- Setjið súkkulaðiblönduna í hrærivélarskálina og blandið púðursykri og vanilludropum saman við.
- Næst fer eggið út í, hrærið vel og skafið niður á milli.
- Að lokum má blanda hveitinu vel saman við og hella deiginu í formið.
- Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
- Leyfið að kólna alveg í forminu áður en þið hellið ostakökublöndunni yfir.
Ostakaka
- 4 gelatínblöð
- 40 ml sjóðandi vatn
- 500 g rjómaostur við stofuhita
- 125 g sykur
- 100 g flórsykur
- 1 vanillustöng (fræin)
- 250 ml þeyttur rjómi
- ½ krukka St. Dalfour Black Cherry sulta
- Leggið gelatínblöðin í kalt vatn í um 10 mínútur.
- Hitið næst 40 ml af vatni þar til það fer að sjóða, takið gelatínblöðin upp úr kalda vatninu, eitt í einu og vindið það í lófanum. Setjið í sjóðandi vatnið og hrærið á milli þar til gelatínið er uppleyst. Hellið blöndunni yfir í annað ílát og leyfið henni að ná stofuhita.
- Þeytið saman rjómaost, sykur og flórsykur.
- Bætið vanillustönginni saman við og loks gelatínblöndunni í mjórri bunu í lokin.
- Vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleikju og að lokum sultunni.
- Gott er að blanda henni bara rétt saman við ostakökugrunninn svo kakan fái smá marmaraáferð á sig.
- Hellið skyrkökugrunninum ofan á brownie botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt áður en þið setjið marengsinn á toppinn.
- Gott er að láta heitt vatn renna á góðan hníf og renna honum síðan með forminu áður en þið smellið því af og færið kökuna yfir á disk með góðum spaða/kökulyftara.
Toppur
- 3 eggjahvítur
- ¼ tsk. salt
- 250 g flórsykur
- 1 tsk. vanilludropar
- Pískið eggjahvítur og salt saman þar til það fer aðeins að freyða.
- Blandið þá flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið í nokkrar mínútur eða þar til topparnir halda sér.
- Setjið þá vanilludropana saman við og þeytið stutta stund til viðbótar.
- Setjið í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautið í doppur ofan á kælda ostakökuna.
- Notið síðan brennara („torch“) til að lita marengsinn og gefa honum stökkan hjúp.
- Geymið kökuna í kæli fram að notkun.

Þessi dásamlega sulta fæst eins og er í Extra, Hagkaup, Heimkaup, Fjarðarkaup og Kassanum Ólafsvík en á leið í fleiri verslanir.
