Ofnbökuð tómatsúpa⌑ Samstarf ⌑
Tómatsúpa uppskrift

Ef þú ert á hraðferð þegar kemur að kvöldmatnum en vilt engu að síður slá í gegn þá er þessi súpa fullkomin!

Ofnbökuð tómatsúpa

Það er einfalt að leika sér með pakkasúpur til að flýta fyrir eldamennskunni og þessi ofnbakaða súpa með brauðteningum er algjört lostæti.

Uppskrift af tómatsúpu

Ofnbökuð tómatsúpa

Fyrir 4-6 manns

Tómatsúpa

 • ½ laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1300 ml vatn
 • 400 ml rjómi
 • 2 pakkar TORO tómatsúpa (bréf)
 • Salt og pipar
 • Cheyenne pipar
 • Brauðteningar (sjá uppskrift að neðan)
 • Rifinn ostur
 • Ferskt timian
 • Ólífuolía til steikingar

 • Hitið ofninn í 200° grill/blástur.
 • Saxið laukinn smátt niður og steikið við meðalháan hita þar til hann mýkist, kryddið til með salti og pipar.
 • Hellið þá vatni + rjóma í pottinn og hrærið súpubréfunum saman við, leyfið að malla stutta stund.
 • Kryddið til eftir smekk.
 • Setjið súpu í litlar skálar, setjið góða lúku af brauðteningum yfir og þá rifinn ost.
 • Bakið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast og stráið þá fersku timian yfir og njótið.

Brauðteningar

 • 1 x súrdeigs snittubrauð skorið í teninga
 • Ólífuolía
 • Flögusalt

 • Hitið ofninn í 200° grill/blástur.
 • Dreifið úr brauðteningunum á bökunarplötu.
 • „Drisslið“ smá ólífuolíu yfir og næst smá salti.
 • Bakið/grillið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til teningarnir fara aðeins að gyllast.
TORO tómatsúpa

Þessi tómatsúpa er dásamleg og hana má útfæra á ótal vegu!

Tómatsúpa

Mmmm…..klárlega herramanns máltíð á örskotsstundu!

Fljótlegur kvöldmatur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun