Súpersalat



⌑ Samstarf ⌑
Gott kjúklingasalat

Einfalt og gott salat er eitthvað sem maður ætti að útbúa í hverri viku. Smjörsteiktar maísbaunir voru smá tilraun hjá mér og namm hvað það var skemmtileg tilbreyting!

Kvöldmatur hugmyndir

Stökkar nachos flögur og góð salatdressing setja síðan punktinn yfir I-ið.

Hollur kvöldmatur

Súpersalat

Fyrir um 4 manns

  • 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur (um 900 g)
  • Caj P grillolía
  • 1-2 hausar rósasalat (eftir stærð)
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • 150 g gular baunir (í dós)
  • ½ rauðlaukur
  • Nachos flögur (1/3 poki)
  • Cheddar ostur (rifinn eftir smekk)
  • Kóríander
  • Ceasar salat dressing (keypt tilbúin)
  • 1 msk. smjör til steikingar
  • Salt og pipar
  1. Marinerið kjúklingabringur í Caj P olíu í að minnsta kosti 2 klukkustundir (eða yfir nótt).
  2. Grillið við meðalháan hita í 6-7 mínútur á hvorri hlið, penslið síðan meiri grillolíu á í lokin og leyfið bringunum að standa á meðan þið útbúið salatið.
  3. Steikið gular baunir upp úr smjörinu og kryddið með salti og pipar.
  4. Skerið rósasalat niður og setjið í skál.
  5. Skerið næst tómata, rauðlauk og kóríander niður og blandið saman við salatið ásamt gulu baununum.
  6. Skerið þá kjúklingabringurnar og leggið yfir, stráið vel af cheddar osti og nachos flögum yfir allt og njótið með ceasar salat dressingu.
Rose Poultry kjúklingabringur

Mmmm…..

Hvað á að vera í matinn

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun