Einfalt og gott salat er eitthvað sem maður ætti að útbúa í hverri viku. Smjörsteiktar maísbaunir voru smá tilraun hjá mér og namm hvað það var skemmtileg tilbreyting!

Stökkar nachos flögur og góð salatdressing setja síðan punktinn yfir I-ið.

Súpersalat
Fyrir um 4 manns
- 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur (um 900 g)
- Caj P grillolía
- 1-2 hausar rósasalat (eftir stærð)
- 1 box kirsuberjatómatar
- 150 g gular baunir (í dós)
- ½ rauðlaukur
- Nachos flögur (1/3 poki)
- Cheddar ostur (rifinn eftir smekk)
- Kóríander
- Ceasar salat dressing (keypt tilbúin)
- 1 msk. smjör til steikingar
- Salt og pipar
- Marinerið kjúklingabringur í Caj P olíu í að minnsta kosti 2 klukkustundir (eða yfir nótt).
- Grillið við meðalháan hita í 6-7 mínútur á hvorri hlið, penslið síðan meiri grillolíu á í lokin og leyfið bringunum að standa á meðan þið útbúið salatið.
- Steikið gular baunir upp úr smjörinu og kryddið með salti og pipar.
- Skerið rósasalat niður og setjið í skál.
- Skerið næst tómata, rauðlauk og kóríander niður og blandið saman við salatið ásamt gulu baununum.
- Skerið þá kjúklingabringurnar og leggið yfir, stráið vel af cheddar osti og nachos flögum yfir allt og njótið með ceasar salat dressingu.

Mmmm…..

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.