Bjórleginn kjúklingur með grilluðum ananas⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingur á grillið með ananas

Já ég prófaði að marinera svínalund um daginn í bjór og það var alveg geggjað svo nú mun ég eflaust prófa allt upp úr bjór á næstunni, hahahaha!

Sumargrill

Hér er suðrænn og örlítið spicy réttur á ferðinni en dásamlega góður!

Grillaður kjúklingur

Bjórleginn kjúklingur með grilluðum ananas


Fyrir um 4 manns

 • Um 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 ferskur ananas
 • 1 flaska Stella Artois bjór
 • 80 g balsamic edik
 • 40 g ólífuolía
 • 30 g hlynsýróp
 • ½ laukur (saxaður smátt)
 • 2 msk. jalapeno úr krukku (saxað)
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • ½ tsk. salt
 • Kjúklingakrydd
 • Kóríander til að strá yfir
 1. Affrystið kjúklinginn og þerrið kjötið.
 2. Flysjið ananasinn og skerið í um 1 cm þykkar sneiðar.
 3. Blandið öllum hráefnum fyrir utan ananas og kjúkling saman í skál til að útbúa marineringuna.
 4. Geymið um 50 ml af henni til að pensla á kjötið síðar, setjið um 50 ml yfir ananassneiðarnar og hellið restinni yfir kjúklinginn, setjið hvorutveggja inn í ísskáp og geymið í um 3-4 klukkustundir.
 5. Grillið kjúklinginn síðan á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið, penslið auka marineringu á hann og kryddið með kjúklingakryddi.
 6. Leyfið kjúklingnum síðan að hvíla á meðan þið grillið ananasinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Stráið kóríander síðan yfir og njótið.
 7. Hægt er að bera réttinn fram beint svona en einnig er gott að hafa kalda sósu og kartöfluklatta með.
Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri á grillið

Ég er farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri miklu meira en kjúklingabringur því mér finnst kjötið meira djúsí, bara passa sig að elda það ekki of lengi og leyfa því að hvíla áður en það er skorið!

Besti bjórinn með grillmatnum

Mmmm……

Grilluð kjúklingalæri

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun