Haframolar með hörfræjum⌑ Samstarf ⌑
orkumolar sem millimál

Ég er alltaf að leita eftir einhverju mönsi í hollari kantinum. Það er svo gott að eiga slíkt í frysti eða ísskápnum því þá eru minni líkur á því að detta í óhollustuna á millimálstímum.

hollt snarl á milli mála

Ég hef gert ótal uppskriftir af alls kyns orkubitum og skil aldrei af hverju ég á ekki bara alltaf slíka til því ég fer allt of oft í kexskúffuna eða einhverja vitleysu þegar ég veit vel það væri betra að borða annað!

hollur millibiti

Haframolar með hörfræjum

16-18 stykki

 • 100 g Til hamingju haframjöl
 • 120 g hnetusmjör
 • 60 g saxað dökkt súkkulaði
 • 70 g akasíuhunang
 • 20 g hörfræ
 1. Byrjið á því að setja hörfræin í blandara eða matvinnsluvél svo úr verði nokkurs konar hörfræsduft, allt í lagi samt þó sum fræin séu heil. Gott að setja örlítið meira en 20 g í blandarann og vigta síðan „duftið“ þegar þar að kemur.
 2. Setjið síðan allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum. Hnetusmjör er misþykkt svo kannski gætuð þið þurft að setja aðeins meira hunang ef blandan er of þurr eða aðeins meira af hörfræsdufti ef hún er of blaut.
 3. Blandan á að vera frekar stíf í sér en samt þannig að hægt sé að móta úr henni kúlur.
 4. Rúllið 16-18 kúlur úr blöndunni, plastið og kælið í um 30 mínútur áður en þeirra er notið. Gott er síðan að geyma kúlurnar í frysti eða kæli í lokuðum umbúðum.
Hörfræ í millimál

Að þessu sinni prófaði ég að mylja niður hörfræ sem „bindiefni“ og þessi útkoma var alveg frábær og gott að grípa með í nesti fyrir fjallgöngur, hlaup eða til þess að eiga hollan millibita í ísskápnum. Það passar ótrúlega vel að fá sér svona mola og eplabita saman síðan, ég prófaði það og namm, fullkomin tvenna!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun