Pylsa er ekki alltaf sama og pylsa, það má sko sannarlega leika sér með pylsur, eða pulsur eða hvað ykkur langar til þess að kalla þær!

Þessi útfærsla kom skemmtilega á óvart og er í raun ekkert eins og pylsa heldur bara dýrindis veislumáltíð!

Mmmm……

Pylsusósa sem rífur í
Pylsusósa uppskrift
- 70 g Hellmann‘s Chilli majónes
- 60 g Hellmann‘s klassískt majónes
- 1 msk. saxað jalapeño úr krukku
- 1 tsk. lime safi
- ¼ tsk. salt
- Vigtið allt saman í skál og pískið saman.
- Geymið í kæli fram að notkun og njótið með pylsum, hvort sem þær eru stakar eða í brauði.
Hér prófaði ég bæði að hafa sósu í skál og dýfa grilluðum pepperoni pylsum beint í sósuna og einnig að setja slíkar pylsur í brauð, hvorutveggja var dásamlega gott. Í brauðinu er kál, rauðkál, pepperoni pylsa, gular baunir, vorlaukur og nóg af pylsusósu bæði undir og ofan á.

Þessi sósa var geggjuð með Chilli majónesinu frá Hellmann’s!
