Stökkar sætkartöflufranskar með chilli majó⌑ Samstarf ⌑
Sætkartöflufranskar

Hér eru á ferðinni stórkostlega góðar sætkartöflufranskar! Þær eru góðar einar og sér sem smáréttur en sóma sér einnig með stærri máltíð, hvort sem það er hamborgari, grillaður kjúklingur, steik eða hvað sem hugurinn girnist.

Franskar og chilli majó

Chilli majónesið fer afskaplega vel með frönskunum og myndi ég segja þetta sé hin fullkomna tvenna.

Heimagerðar franskar

Stökkar sætkartöflufranskar með chilli majó

 • 1,2 kg af sætum kartöflum (2 stórar)
 • 3 msk. maizenamjöl
 • 100 ml ólífuolía
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • 2 tsk. gróft salt
 • ½ tsk. chiliduft
 • ½ tsk. pipar
 • Hellmann‘s Chilli majónes
 1. Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur.
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í um það bil 1 x 1 cm þykkar lengjur.
 3. Setjið franskarnar síðan í poka með maizenamjölinu og veltið pokanum fram og aftur þar til þær eru allar hjúpaðar þunnu lagi af mjöli.
 4. Hellið þá í sigti og hristið umfram mjöl af þeim og setjið í nýjan poka.
 5. Hellið ólífuolíu, hvítlauk og kryddum í pokann og veltið um að nýju þar til allar kartöflurnar eru hjúpaðar olíu.
 6. Skiptið niður í ofnskúffurnar og dreifið vel úr, bakið fyrst í 20 mínútur, takið út og snúið við og bakið áfram í 15-20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, farnar að dökkna vel og orðnar stökkar.
 7. Njótið með Chilli majónesi!
Chilli majó frá Hellmann's og franskar

Namm!

Góðar sætkartöflufranskar

Chilli majónesið er í handhægum umbúðum svo það er auðvelt að sprauta því í skál, setja á hamborgara eða, eða, eða…..

Franskar úr sætum kartöflum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun