Þar sem Jólakvöld Húsgagnahallarinnar er á morgun og afsláttur verður þar af ýmsum vörum má ég til með að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds hlutum úr þeirri verslun. Ég hef verið í samstarfi með þessari fallegu verslun um árabil og elska að gera gómsætar uppskriftir fyrir þau. Að eiga fallegt leirtau er dásamlegt og það er miklu skemmtilegra að elda og útbúa góðan mat og kökur þegar maður á slík fallegheit!
Broste Vig eldföst mót

Hér fyrir ofan er að finna undurfalleg eldföst mót sem henta vel fyrir bökur. Ég hef hins vegar notað mín óspart fyrir snakk með ídýfu, snakk með gucamole, salat og kex og ýmislegt annað því þau eru svo falleg.
DutchDeluxes eldföst mót með hitaplatta

Þessi eldföstu mót eru algjör snilld. Þau eru bæði með loki og hitaplatta og eru einstaklega vel hönnuð. Ég hef mín upp í hillu í eldhúsinu því þau eru svo falleg. Notagildið er síðan gott því það má setja hitaplattann á borðið undir fatið og síðan er gott að geta sett lokið á ef það er afgangur af matnum til að hita hann upp næsta dag.
Broste Limfjord diskar

Um er að ræða þessa svörtu ílöngu og bogadregnu diska. Þeir eru undurfallegir og hægt að nota þá á ýmsa vegu, bæði sem hefðbundinn matardisk og sem disk til að bera fram smárétti eða annað gómsætt.
Holm kassi fyrir vínflöskur

Þessi viðarkassi fyrir vínflöskur er fullkomin gjöf fyrir þá sem eiga allt, svo væri auðvitað ráð að láta vínflöskur fylgja með honum líka!
DutchDeluxes svuntur

Þessar svuntur eru gæði í gegn, bæði til í leður og taui og við hjónin eigum einmitt sitthvora slíka. Hemmi á leðursvuntu og ég á Canvas Army svuntuna, virkilega flottar og góðar svuntur.
IVV Diamante kökudiskar

Fyrir þá sem elska að gera kökur eða annað góðgæti er nauðsynlegt að eiga fallega kökudiska. Ég á ótal slíka og mér finnst gaman að blanda saman diskum úr steini, við, gleri og öðru. IVV diskarnir eru elegant og fallegir og mæli ég klárlega með því að eiga einn slíkan í safninu.
DutchDeluxes kökudiskar

Fyrir þá sem vilja frekar aðeins grófari kökudiska þá er mikið úrval af slíkum í Húsgagnahöllinni. Ég elska brúna og svarta viðardiskinn frá DutchDeluxes og fleiri. Síðan má sannarlega nota kökudiska undir annað en kökur, líkt og smárétti eins og hér er gert. Mæli með að skoða úrvalið af kökudiskum á síðu Húsgagnahallarinnar því þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ég gæti eflaust haldið áfram að telja upp fallega hluti sem ég elska frá þessari verslun en ætla að setja punktinn hér. Vonandi hefur þessi færsla gefið ykkur hugmyndir að jólagjöfum fyrir þá sem ykkur þykir vænt um en ég veit í það minnsta að ég ætla að kaupa nokkrar vel valdar gjafir á miðvikudagskvöldið!