Grillaður maís með rjómaostasmyrju⌑ Samstarf ⌑
Grillaður maís

Góður maís er eitt það besta sem við fáum! Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum keyptum við alltaf ferskan maís í hýðinu, létum hann liggja í bleyti fyrir eldun og hreinsuðum allt utan af honum. Eftir að maður byrjar að borða ferskan maís þá er nefnilega ekki aftur snúið skal ég segja ykkur, þetta er hreinlega ekki það sama og frosinn maís!

Rjómaostasmyrja á maís

Það er smá bras að leggja maís í bleyti og hreinsa hann en allan daginn þess virði. Síðan er reyndar hægt að kaupa ferskan maís stundum og við elskum mest ferska maísinn frá Costco, ég hreinlega geri mér ferð þangað til þess að kaupa slíkan, namm!

Ferskur maís á grillið

Grillaður maís með rjómaostasmyrju

Uppskrift dugar fyrir 6 stykki

 • 6 x ferskur maís
 • 230 g Philadelphia rjómaostur með lauk og graslauk
 • 30 g rifinn parmesan ostur
 • 1 msk. lime safi
 • 1 tsk. Tabasco sósa
 • ½ tsk. hvítlauksduft
 • ½ tsk. paprikuduft
 • ¼ tsk. chilli flögur
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Smá smjör til penslunar
 • Ferskur kóríander til að strá yfir í lokin
 1. Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn.
 2. Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri.
 3. Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni.
 4. Grillið í stutta stund á öllum hliðum.
 5. Toppið síðan með vel af rjómaostasmyrju, parmesan og smá chilliflögum ef þið þorið.
Philadelphia rjómaostur

Það var sjúklega gott að elda hann á þennan máta og setja vel af rjómaostasmyrju yfir hann í lokin ásamt parmesanosti, namminamminamm!

Stella Artois bjór með maísinum

Maís er oftast meðlæti en djúsí og góður maís sem þessi getur verið snarl, forréttur eða hvað sem þið viljið! Erlendis er til dæmis oft hægt að kaupa sér djúsí maís einan og sér í matarvögnum og þess háttar og þessi hér mun ekki svíkja ykkur!

Corn on the cob with cream cheese

Jömmí!

Hvar fæst ferskur maís

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun