Sumarsangria⌑ Samstarf ⌑
Sumarkokteill

Ef þessi sumarsangria færir okkur ekki sumarið þá veit ég ekki hvað. Ástríðuávöxturinn í bland við allt þetta sumarlega hráefni, namminamminamm!

Svalandi kokteill

Súper svalandi og fullkominn drykkur!

Falleg glös frá Húsgagnahöllinni
Broste Amber glas 55cl

Ég sá þessa hugmynd af sangriu hjá Plated Cravings og útfærði eftir mínu höfði og útkoman var hreint út sagt dásamleg.

Frískandi sangria

Ég elska Broste Smoke og Broste Amber línurnar frá Húsgagnahöllinni og langar mig helst að eiga öll þessi glös! Það skemmtilega við sangriu er síðan að hana má drekka úr hvernig glasi sem er. Þið getið því raðað saman öllum fallegustu glösunum ykkar í bland og notið þessa dásemdardrykks.

Góður kokteill með safa
Broste Amber cocktail glas 20cl

Sumarsangria

Uppskrift dugar í um 10 glös

 • 1 appelsína
 • 2 lime
 • 4 x ástríðuávöxtur
 • 300 ml ananassafi
 • 200 ml appelsínusafi
 • 500 ml sódavatn með appelsínubragði (Toppur)
 • 600 ml Muga hvítvín
 1. Skerið appelsínu og lime niður í bita. Gott að skipta hverri appelsínusneið í 6 hluta og hverju lime í 4 hluta, setjið í stóra skál.
 2. Skafið innan úr ástríðuávextinum og setjið í skálina.
 3. Hellið næst ananassafa, appelsínusafa, sódavatni og hvítvíni í skálina og hrærið saman.
 4. Fyllið glös af klökum og loks sangriu!
Muga hvítvín í drykkinn

Muga hvítvínið passaði fullkomlega í þennan drykk!

Fallegar skálar í Húsgagnahöllinni
Muubs Ceto skál

Ég tók hins vegar smá hluta frá fyrst fyrir stelpurnar svo þær gætu smakkað og þær elskuðu þennan drykk! Ef þið viljið hafa sangriuna alla áfengislausa má setja meira appelsínu sódavatn í staðinn fyrir hvítvínið.

Snarl með drykk
Muubs Ceto skál frá Húsgagnahöllinni

Smá létt snarl í fallegum skálum passar síðan vel með þessum ferska sumardrykk!

Ferskur og svalandi drykkur
Broste Amber kampavínsglas

Þessi glös eru algjörlega dásamleg! Brettið sem þið sjáið undir glösunum er ekki síðra en þetta er Stuff Enoteca bretti sem er undurfallegt og hentar fyrir smárétti, ostabakka eða hvað sem er.

Sumardrykkur
Broste Amber rauðvínsglas
Sangria uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun