Það er svo gott að grilla eftirrétti og ég þarf klárlega að finna upp á fleiri slíkum fyrir ykkur!

Þessir ávextir voru dásamlegir með nýbræddu súkkulaði og síðan hugsa ég að þeir færu einnig mjög vel með ís eða rjóma.

Grilluð ávaxtaspjót með súkkulaði
Uppskrift dugar fyrir 5-6 spjót
- ½ ferskur ananas
- 3 ferskjur
- 15-20 Driscolls jarðarber
- 50 g brætt dökkt súkkulaði
- 2 msk. söxuð mynta
- Skerið ananas og ferskjur niður í hæfilega stóra bita.
- Raðið ananas, ferskjum og jarðarberjum til skiptis upp á grillspjót.
- Grillið á meðalheitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið.
- Raðið á bakka og setjið brætt súkkulaði yfir allt og saxaða myntu.

Ískalt rósavín og grillaðir ávextir með súkkulaði er síðan hin fullkomna tvenna.

Mmmm….
