Bananasplitt⌑ Samstarf ⌑
Bananasplitt innihaldsefni

Það elska held ég allir bananasplitt, enda ekki annað hægt! Mismunandi tegundir af ís, sósu, rjóma og ávöxtum er blanda sem hreinlega getur ekki klikkað.

ísréttur

Hér má síðan hver og einn velja þær tegundir sem hann kýs, sumir vilja eina af öllu en aðrir bara þrjár ískúlur af sömu sort.

ís og vöfflluform í bananasplitt

Bananasplitt

Innihald í hverja skál/glas

 • 1 kúla Häagen-Dazs jarðarberja ís
 • 1 kúla Häagen-Dazs saltkaramellu ís
 • 1 kúla Häagen-Dazs lime mojito sorbet
 • 1 banani
 • Nokkur jarðarber
 • Súkkulaðisósa
 • Karamellusósa
 • Hnetukurl
 • Þeyttur rjómi
 • Kirsuber
 • Vöffluform
 1. Skerið banana niður ásamt jarðarberjum.
 2. Útbúið kúlur úr ísnum og setjið í skálina til skiptis við banana og jarðarber.
 3. Setjið annað saman við eftir smekk og skemmtilegt er að setja eitt vöffluform á hvolf sem hægt er síðan að setja eina kúlu í einu í sé þess óskað.
Häagen-Dazs

Strawberries & Cream og Salted Caramel ísinn fæst víða en Lime Mojito Sorbet fæst aðeins í Hagkaup og Krónunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun