Grillaður BBQ kjúklingur í vefju með ísköldum bjór er sannarlega sumarið uppmálað!

Þessi útfærsla er guðdómleg, svo djúsí, góð og fullkomin fyrir komandi sumargrill.

Mmmm…..

Sumarvefjur
Fyrir um 4 manns
BBQ kjúklingur uppskrift
- Um 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
- Bulls Eye BBQ sósa
- Kjúklingakrydd
- Kryddið kjúklingalærin og grillið á meðalheitu grilli þar til þau eru tilbúin (tekur um 15 mínútur í heildina).
- Penslið BBQ sósu á kjúklinginn, báðu megin í lokin og leyfið kjötinu síðan aðeins að standa áður en þið skerið það niður.
Grilluð paprika
- 1 x græn paprika
- 1 x appelsínugul paprika
- Skerið niður í strimla.
- Penslið með olíu og kryddið með kjúklingakryddi.
- Setjið á álbakka og grillið á meðan þið eldið kjúklinginn, snúið nokkrum sinnum.
Annað hráefni og samsetning
- Litlar (street food) vefjur 8-10 stykki
- Avókadó eftir smekk
- Tómatar niðurskornir
- Kóríander
- Sýrður rjómi
- Meiri Bullseye BBQ sósa eftir smekk
- Grillið vefjurnar stutta stund á grillinu á hvorri hlið, rétt til að hita þær.
- Skerið niður kjúklinginn og raðið öllu saman.

Bullseye BBQ sósan er æðisleg!

Flaska í stíl við veitingarnar, það gerist nú ekki á hverjum degi, hahaha!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.