Curlymolar



⌑ Samstarf ⌑
Sætir bitar á veisluborðið

Það er svo gaman að koma með einfaldar hugmyndir fyrir veislur og þar sem ég er á fullu að undirbúa útskriftarveislu elstu dóttur minnar er ég í smá tilraunastarfsemi þessa dagana og þið fáið að njóta afrakstursins hér!

Hugmyndir fyrir veisluborðið

Það elska allir hrískökur og það er ofureinfalt að útbúa þær. Það sem mér finnst mikilvægast er að þær séu vel klístraðar og með nóg af súkkulaði. Þessar eru það svo sannarlega og til að toppa það kemur karamellukeimurinn í gegn, namm!

Hrískökumolar

Þetta eru fullkomnir molar til að raða á veislubakka, hvort sem þeir eru einir og sér eða með öðrum sætum bitum á borð við makkarónur, bollakökur, kransakökubita eða jarðarber.

Sætir bitar fyrir veislu

Curlymolar

  • 12 stk. Curlywurly (21,5 g stk.)
  • 300 g dökkt súkkulaði
  • 120 g smjör
  • 300 g sýróp (í grænu dósunum)
  • 190 g Rice Krispies
  1. Takið til skúffukökuform (um 40 x 30 cm), setjið eina örk af bökunarpappír í botninn og upp kantana, spreyið með matarolíuspreyi og geymið.
  2. Setjið 6 stykki af Curlywurly, súkkulaði, smjör og sýróp í pott og bræðið við meðalháan hita þar til allt er bráðið saman.
  3. Saxið hin 6 Curlywurly stykkin niður í litla bita.
  4. Takið súkkulaðiblönduna af hellunni og blandið Rice Krispies saman við með sleikju.
  5. Setjið blönduna í skúffukökuformið, dreifið jafnt úr blöndunni og reynið að slétta eins og unnt er.
  6. Stráið Curlywurly yfir allt saman og setjið í kæli í um klukkustund og skerið síðan niður í hæfilega stóra kubba.
Curlywurly karamellusúkkulaði í veisluna

Curlywurly hefur verið til síðan ég man eftir mér og það var allt of langt síðan ég hafði fengið mér lengju svo hér bætum við úr því!

Hrískökukubbar í veisluna

Mmmm……

Hrískökumolar

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun