Þessar brownies eru með þeim betri sem ég hef útbúið. Það er síðan svo auðvelt og þægilegt að bræða saman karamellur og rjóma í potti fyrir krem, einfaldara getur það ekki verið. Hægt er að bjóða upp á þessa köku eina og sér eða skera hana í minni bita og hafa sem hluta af sætum bitum á borði.

Fílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.

Fílakaramellubrownies
Brownies uppskrift
- 210 g smjör
- 220 g suðusúkkulaði
- 300 g sykur
- 4 egg
- 100 g hveiti
- 40 g Cadbury bökunarkakó
- ½ tsk. salt
- 100 g Toblerone
- Bláber og flórsykur til skrauts
- Hitið ofninn í 180°C.
- Bræðið smjör og suðusúkkulaði í vatnsbaði og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
- Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið súkkulaðiblöndunni saman við í mjórri bunu og blandið vel.
- Sigtið hveiti, kakó og salt yfir skálina og vefjið saman við með sleif.
- Saxið Toblerone gróft niður og vefjið að lokum saman við deigið.
- Klæðið ferkantað form (um 25 x 25 cm) með bökunarpappír og spreyið vel með matarolíuspreyi.
- Hellið deiginu í formið og bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
- Kælið alveg í forminu og hellið þá fílakaramellukreminu yfir, kælið aftur og skerið síðan niður í teninga og skreytið með bláberjum og flórsykri.
Fílakaramellukrem
- 300 g Fílakaramellur
- 6 msk. rjómi
- Bræðið saman í potti við miðlungshita þar til karamellurnar hafa bráðnað, hrærið vel í allan tímann.
- Hellið yfir kökuna í forminu, kælið þar til kremið hefur þykknað, lyftið þá upp úr forminu og skerið kökuna niður í teninga.

Namm!
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan