Það er aldrei hægt að setja hingað inn of mikið af ostabakkahugmyndum. Möguleikarnir eru endalausir og hér kemur ein samsetning sem finna má í bókinni minni, Saumaklúbburinn.

Það er mjög einfalt og ljúffengt að setja góða sultu, Sweet Chili sósu, pestó, hunang eða annað góðgæti beint yfir rjómaost og njóta hans þannig með góðu kexi eða brauði.

Ostabakki með töfrum
- Grettir ostur (Goðadalir)
- Bakaður ostur (sjá uppskrift hér að neðan)
- Rjómaostur með hindberja- og granateplasultu
- Eldstafir
- Hráskinka
- Kex
- Snittubrauð
- Hnetur
- Súkkulaðirúsínur
- Perlulaukur
- Ferskar döðlur
- Ástaraldin
- Granatepli
- Kirsuber
- Eplasneiðar
Bakaður ostur
- Dala Brie
- 3 msk. hlynsýróp
- 2 msk. púðursykur
- ¼ tsk. Cheyenne pipar
- 50 g gróft saxaðar pekanhnetur
- Sýróp, sykur og pipar sett saman í pott og hitað þar til sykurinn leysist upp og þá má hræra hnetunum saman við.
- Gott er að baka ostinn í eldföstu móti á meðan við 180° í um 12 mínútur og síðan hella hnetu- og sýrópsbráðinni yfir ostinn og njóta með góðu kexi eða brauði.

Þessi bakaði ostur með pekanhnetum er guðdómlegur og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hann, það er hreinlega ekkert sem getur klikkað hér!
